Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla

Námið er ætlað þeim sem vinna eða stefna á vinnu á leikskólum og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi.

 

Markmið:

Tilgangur námsins er að auðvelda námsmönnum að takast á við verkefni sem þeim eru falin í starfi, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Kenndar eru helstu uppeldisfræðikenningar, helstu þroskaeinkenni og frávik, inntak Aðalnámskrár leikskóla, listastarf og örvun í þroska barna, töluvfærni, samskiptafærni og margt fleira.

 

Kennsluaðferðir:

Kennt verður í dreifnámi í gegnum Teams tvo seinni parta í viku og staðlotur einu sinni í mánuði.

 

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en verkefnavinna og virk þátttaka

 

Lengd:

Alls 210 kennslustundir (Kennslustund = 40 mín)

 

Mögulegt að meta námið til 17 eininga á framhaldsskólastigi.

 

Tími:

Hefst með staðlotu 24. október og lýkur 16. desember 2022

 

Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

 

Nánari upplýsingar gefa Nanna Bára og Hólmfríður í síma 4217500 í tölvupósti nanna@mss.is holmfridur@mss.is  

 

Minnum á styrki starfsmenntajóða stéttafélagana

 

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Verð: 53.000
Tímabil: 24. október - 16. desember

Sækja um
Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla