Fagnám í umönnun fatlaðra

Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.

Námið er blanda af verklegu námi, fyrirlestrum og verkefnavinnu.

Námsþættir:

Velferðarþjónustan og hugmyndafræði fötlunar

Fatlanir og þjónustuþörf

Erfðir og þroski

Mannréttindi og siðferði

Geðsjúkdómar og lyf

Lífstíll og heilsa

Samskipti og samvinna

Starfið og námið

Áföll og afleiðingar

Framkvæmd þjónustu við fatlað fólk

Lokaverkefni

Starfsþjálfun

                                                                

Kennslufyrirkomulag
Á Teams í fjarnámi og í húsnæði MSS að Krossmóa 4a, 3. hæð. Kennt verður seinni part dags þrjá daga í viku í dreifnámi og einn laugardag í mánuði. Námið er í heildina 324 klukkustundir. 
Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsmat:
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Nánari upplýsingar um námið veita Nanna Bára nanna@mss.is og Hólmfríður holmfridur@mss.is / sími 421-7500  

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. 

Verð: 62.000
Tímabil: 17. janúar - 15. apríl

Sækja um
Fagnám í umönnun fatlaðra