Leikskólasmiðja og íslenskunám
Langar þig að vinna með börnum á leikskóla en hefur ekki næga leikni í íslensku?
Þetta er fyrri hluti námsleiðarinnar - seinni hlutinn byrjar í mars 2024. Seinni hlutinn heitir Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla ásamt íslenskunámi.
Fyrir hverja
Námið er ætlað þeim sem vilja vinna á leikskólum en hafa ekki næga leikni í íslensku.
Eins og með alla starfsmenn leikskóla þarf að framvísa hreinu sakavottorði frá heimalandi til að fá inngöngu í námið.
Markmið
- Efla þátttakendur í íslensku með áherslu á störf með börnum
- Auka hæfni til að takast á við starf með börnum
- Ýmsar vinnustofur þar sem lögð er áhersla á verklegt nám
- Starfsþjálfun á leikskóla
Kennslustaðir:
Kennt í MSS og leikskólum sem eru í samstarfi við MSS
Námsmat
Verkefnavinna og virk þátttaka.
Lengd:
Alls 120 klukkustundir
Tími:
Námið hefst 10. janúar og lýkur 1. mars.
Kennt verður alla virka daga frá 9:00-14:00.
Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Námið er styrkt af Vinnumálastofnun
Minnum á styrki starfsmenntasjóða stéttafélaganna
Nánari upplýsingar:
Nanna Bára og Hólmfríður í síma 4217500 í tölvupósti nanna@mss.is og holmfridur@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Verð: 97.700
Tímabil: 10. janúar - 1. mars
