Tæknilæsi og tölvufærni

Markmið með náminu er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga í starfi. Áhersla er á að gera nemendur færari í að takast á við tækniframfarir og breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu með tilkomu nýrra tækni og tækja.

 

Námsþættir

Fjarvinna og fjarnám

Sjálfvirkni og gervigreind

Skýjalausnir

Stýrikerfi og stillingar stýrikerfa

Tæknifærni og tæknilæsi

Öryggisvitund og netöryggi

 

Námsmat 

Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en gert er ráð fyrir verkefnavinnu og 80% mætingaskyldu.Kennslufyrirkomulag

Námsleiðin er 45 kennslustundir að lengd og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 17:00-20:30 í húsnæði MSS. 

Áætlað er að kennsla hefjist þann 14. febrúar og ljúki 10. mars.  Kennt verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.

Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. 

 

Styrkir vegna skólagjalda

Hægt er að sækja um styrk vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

 

Nánari upplýsingar

Hrannar - hrannar@mss.is

Hólmfríður – holmfridur@mss.is

Sími: 421-7500Verð: 16.000
Tímabil: 14. febrúar - 10. mars

Sækja um
Tæknilæsi og tölvufærni