Olíumálun hjá Eybjörgu
Næsta olíumálunarnámskeið Eybjargar verður haldið eftir páska. Skráðu þig sem fyrst til að tryggja þér sæti.
Um Eybjörgu:
Eybjörg er sjálfmenntuð listakona sem lærði mest þegar einn samnemandi hennar, Tobba Óskarsdóttir, bauð henni að læra olíumálningu í skiptum fyrir stærðfræðikennslu. Þetta hefur leitt til þess að nú hefur Eybjörg málað fjölda fallegra málverka sem víða prýða híbýli manna á svæðinu.
Námskeiðslýsing
Þetta námskeið er sérstaklega hannað fyrir byrjendur sem þekkja til myndverka Eybjargar Daníelsdóttur og fylgja henni á Facebook, Instagram eða hafa heimsótt hana í gallerýið hennar á Hafnargötu í Keflavík.
Þátttakendur munu kynnast þeim áhöldum og efnum sem nauðsynleg eru til að mála olíumálverk. Þeir munu læra að nota íblöndunarefnin á réttan hátt og fá tækifæri til að mála sitt eigið olíumálverk undir þemanu „Landslagsmynd“.
Markmið eru að námsmaður geti í lok námskeiðs:
· Nefnt öll áhöld og efni sem þarf til að mála með olíu
· Notað íblöndunarefnin rétt
· Málað málverk með olíumálningu
Námsmat:
Þátttakendur taka heim með sér olíumálverk eftir sjálfa sig.
Kennslufyrirkomulag:
Kennt verður í húsnæði MSS tvö síðdegi kl. 17:00-20:00. Samtals eru þetta sex klukkustundir.
Allt efni innifalið í verðinu – þú bara mætir.
Hámarksfjöldi:
15 þátttakendur (þegar námskeið fyllist fara þátttakendur á biðlista og fá forgang í næsta hóp sem verður auglýst síðar, en verða að skrá sig aftur).
Verð:
Kr. 30.000,-
Þátttakendur eru hvattir til að athuga hvort stéttarfélag þeirra taki þátt í greiðslu.
Kennt verður þriðjudaginn 25. apríl og fimmtudaginn 27. apríl 2023
Skráningu lýkur 23. apríl 2023 - Ath. að skráning þýðir að þú skuldbindur þig til þátttöku og færð greiðsluseðil í heimabanka áður en námskeið hefst.
Verð: 30.000
