Hagnýt tölfræðigreining fyrir fyrirtæki

Hagnýt stærðfræði með tölfræðihugbúnaðinum R fyrir starfsmenn fyrirtækja sem nota tölfræði til að vinna ársskýrslur, söluskýrslur og gagnagrunna sem eru hluti af þeirra grunnstarfsemi.

 

Í lok námsins er ætlast til að þátttakandinn geti lýst grundvallaraðgerðum hugbúnaðarins R, unnið sjálfstætt með hann með því að taka upplýsingar úr opnum gagnagrunni, birta upplýsingar úr opnum gagnagrunnum með myndrænum hætti, búa til eigin gagnagrunn með Excel og hlaða upp í R og vinna við greiningar í R eftir þörfum fyrirtækis þess sem viðkomandi starfar hjá.

 

Kennari er Dr. Gísli Hólmar Jóhannesson sem starfar sem stærðfræðikennari hjá Keili og MSS. Hann hefur kennt notkun R við félagsvísindadeild Háskólabrúar Keilis.

 

R er opinn hugbúnaður sem hægt er að sækja án kostnaðar af netinu, sem gerir fyrirtækjum fært að setja gögn sín fram á myndrænan hátt. Hugbúnaðurinn er að miklu leyti sambærilegur við SPSS, sem margir gætu þekkt úr þessum fræðum. Háskóli Íslands notar R við úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga. Smellið hér til að skoða handbók háskólans um R.

 


Grunnþekking:

Engin grunnþekking nauðsynleg, en notkun á tölfræðihugbúnaði eins og Excel eða SPSS getur komið að gagni


Verð: 

Kr. 90.000 per einstakling


Þátttakendafjöldi:

Hámarksfjöldi er 8-10 þátttakendur


Tímasetningar:

Námskeiðið er tvisvar í viku frá 25. apríl – 1. júní. 2023 - alls 10 skipti.

Þriðjudaga kl. 9-12

Fimmtudaga kl. 9-12


Markmið:

Í lok námsins er ætlast til að þátttakandinn sé fær um að  vinna sjálfstætt með tölfræðihugbúnaðinn R og geti :

-     Lýst grundvallaraðgerðum R hugbúnaðarins

-     Tekið upplýsingar úr opnum gagnagrunni

-     Birt upplýsingar úr opnum gagnagrunnum með myndrænum hætti

-     Búið til eigin gagnagrunn með Excel og hlaðið upp í R

-     Unnið við greiningar í R eftir þörfum fyrirtækis

 

Tæki í námi:

Fartölva

Excel eða Google Sheets

Hugbúnaðurinn R (hægt að sækja frítt á netinu)

Handbók Háskóla Íslands um R (hægt að sækja frítt á netinu)



Nánari upplýsingar veitir Hrannar Baldursson - hrannar@mss.is og í síma 421-7500.

Verð: 90.000
Tímabil: 25. apríl - 1. júní

Sækja um
Hagnýt tölfræðigreining fyrir fyrirtæki