Að ferðast ein um heiminn

Ein/n á ferðalagi - Ævintýri handan við hornið

Að ferðast ein eða einn er allt öðruvísi en að vera með öðrum á ferð. Frelsi til að gera það sem hugurinn vill hverju sinni án þess að hafa áhyggjur af öðrum.

Við förum þegar okkur langar til og við gerum það sem við viljum gera og það er frábært! Ævintýrin bíða okkar handan við hornið og við skoðum hvað þarf að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð. 


Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

·        Hvers vegna ein á ferð?

·        Öryggi á ferðalögum

·        Fjölbreytilegur fararmáti; skip, lest, flug, hjól o.fl

·        Gistimöguleikar

·        Ævintýraþrá, hugrekki

·        Einvera, njóta án annarra

·        Praktísk ráð

·        Áhugavert og nytsamlegt efni á netinu

 

Námskeið fyrir alla áhugasama um að ferðast einir og fyrir þá sem vilja fá hvatningu og innblástur til að leggja af stað einir á vit ævintýranna.

 

Kennslufyrirkomulag:

Kennsla mun fara fram í húsnæði MSS í Krossmóa miðvikudaginn 19. apríl frá 18:00 - 21:00

 

Styrkir vegna námskeiðsgjalda:

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga og VMST.

 

Kennari/leiðbeinandi:

Guðrún Ólafsdóttir er með ævintýraþrá á háu stigi, hefur búið víða erlendis og ferðast síðan 1986.


Nánari upplýsingar:

gefur Áslaug í síma 421-7500 eða aslaug@mss.is

 


Tímabil:

19. apríl 2023

Verð: 19.900

Sækja um
Að ferðast ein um heiminn