Allir um borð - Lestin brunar

Allir um borð! Lestin brunar

Lestarferðalög bjóða upp á ævintýralega möguleika, þægilegan fararmáta við allra hæfi og stundum með fegursta landslag beint fyrir utan gluggann. Á námskeiðinu fræðumst við um þennan fararmáta sem er oft vanmetinn af Íslendingum. Farið verður í praktíska hluti, hvernig hægt er að skipuleggja og bera sig að á lestarstöðvum. Sérstaklega verður fjallað um undraheim næturlestanna sem sífellt sækja í sig veðrið.


Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um:

·        Lestir sem raunhæfur og þægilegur ferðamáti

·        Mismunandi farrými

·        Að vera einn á ferð, að ferðast með öðrum

·        Lestarpassar

·        Næturlestir

·        Hvernig lestarferðalög geta verið upplifun í sjálfu sér

·        Praktísk ráð varðandi skipulagningu


Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa ánægju af því að ferðast


Kennslan fer fram í húsnæði MSS í Krossmóa. 3. maí 2023 frá klukkan 18:00 - 21:00


Styrkir vegna námskeiðsgjalda:

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga og VMST.


Nánari upplýsingar:

veitir Áslaug í síma 421-7500 eða aslaug@mss.is


Tímabil: 3. maí 2023 frá klukkan 18:00 - 21:00

Verð: 19.900

Sækja um
Allir um borð - Lestin brunar