Spænskunám fyrir byrjendur

Námskeiðið er ætlað byrjendum í spænsku. Grunnorðaforði er þjálfaður á fjölbreyttan hátt og farið er í einföld undirstöðu atriði í málfræði.

Áhersla er á einfaldan orðaforða sem þjálfaður er í gegnum rit- og talmál.Kennslufyrirkomulag:

Námskeiðið er frá 9. - 30.október. Kennt er á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00-19:00

Námskeiðið er 24 kennslustundir, hver kennslustund er 40 mínútur.

Námið fer fram á íslensku og spænsku.


Frekari upplýsingar veitir:

Áslaug Bára í síma: 421-7500 / aslaug@mss.is og Díana Sól / diana@mss.is


Styrkir vegna námskeiðsgjalda:

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga og VMST.


*Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

*Farið er af stað með námskeiðið þegar lágmarksfjölda þátttakenda hefur verið náð.

Verð: 35.000
Tímabil: 9. október - 30. október

Sækja um
Spænskunám fyrir byrjendur