Grunnnámskeið í útivist og fjallgöngum

MSS, í samstarfi við Fjallafjör, býður upp á grunnnámskeið í útivist og fjallgöngum. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að almennri útivist og fjallgöngum s.s. undirbúningi ferða, búnaði, öryggi, næringu, þjálfun, leiðarvali, skóreimingar svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er í senn bóklegt og verklegt og Fjallabókin eftir Jón Gauta Jónsson er innifalin í verði námskeiðsins. 

 

Leiðbeinandi: Guðmundur Örn Sverrisson.

Guðmundur starfar sem framkvæmdastjóri Hugsjónar ehf. sem á og rekur Fjallafjör. Hann var fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 2013-2021 og skálavörður á árunum 2011-2012. Hann hefur meðal annars lokið reglubundnum námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn, jöklaleiðsögn 1 hjá AIMG, hópstjórn og komið að þjálfun fjölmargra fararstjóra.

 

Kennslufyrirkomulag

Námskeiðið fer fram dagana 17. og 19. október kl. 18:00 til 21:30. Verkleg kennsla og gönguferð verður sunnudaginn 22. október

 

Nánari upplýsingar veitir:

Áslaug Bára í síma 421-7500 eða í gegnum netfangið aslaug@mss.is

Verð: 44.900
Tímabil: 17. október - 22. október

Sækja um
Grunnnámskeið í útivist og fjallgöngum