Byrjaðu með Power Point

PowerPoint er notað um allan heim af fyrirtækjum og stofnunum af öllum mögulegum stærðum og reiknað er með að starfsfólk á skrifstofu kunni að nota hugbúnaðinn. Hvort sem þú hefur aldrei prófa PowerPoint eða hefur takmarkaða reynslu, viljum við bjóða þér að kynnast þessum öfluga hugbúnaði og hvernig hann getur þjónað þér í starfi.


Þættir námskeiðsins:

Inngangur að PowerPoint

Búa til nýjar glærur

Sníða glærur

Nota ólík sniðmát og þemu

Bæta við og breyta innihaldi

Nota hreyfimyndir

Kynna efni

Deila glærum


Kennsluaðferð

Þetta námskeið hefur praktíska nálgun. Þátttakendur læra á PowerPoint með raundæmum úr atvinnulífinu. Settar verða upp æfingar til að þjálfa þátttakendur í virkri notkun á þeim þáttum sem kenndir eru.

Þátttakendur eru hvattir til að spyrja spurninga til að skapa skemmtilegt og gott námsumhverfi.


Fyrir hverja:

Starfsfólk úr atvinnulífinu sem kann lítið sem ekkert í PowerPoint en vill læra hvað þetta verkfæri getur gert fyrir það í daglegu starfi og lífi.


Betra er ef þátttakendur hafi grundvallarþekkingu á Microsoft Office, en það er þó ekki krafa.



Praktísk atriði:

Þriggja vikna námskeið

12 klukkustundir

Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00-15:00

Staðsetning: Húsnæði MSS, Krossmói 4A, 260, Reykjanesbæ


Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.


Nánari upplýsingar veita Hrannar Baldursson (hrannar@mss.is) og Hólmfríður Karlsdóttir (holmfridur@mss.is) í síma 421-7500

Verð: 49.000
Tímabil: 7. nóvember - 23. nóvember

Sækja um
Byrjaðu með Power Point