Byrjaðu með Excel

Í vinnuumhverfi nútímans er færni í Microsoft Excel sífellt mikilvægari. Excel hjálpar starfsmanni að vinna með gögn, hvort sem það er fyrir fljótlega útreikninga, gagnagrunnsvinnu eða til að sýna samstarfsfólki upplýsingar á myndrænan hátt.


Það sem þú lærir:

Rata um viðmót Microsoft Excel.

Búa til nýjar síður og skilgreina dálka eftir þörfum.

Reikna einföld dæmi með samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu.

Teikna upp myndrænar upplýsingar út frá gögnum.

Sía upplýsingar og greina þær.

Bæta sjálfstraust í að vinna með Excel skjöl og deila með öðrum.


Kennsluaðferð

Þátttakendur læra á Excel með raundæmum úr atvinnulífinu. Kennari mun koma með sýnidæmi og þátttakendur endurtaka þau á eigin tölvu með virkri aðstoð samnemenda sinna og kennara. Þátttakendur eru hvattir til að spyrja spurninga til að skapa skemmtilegt og gott námsumhverfi.

Fyrir hverja:

Fyrir þá sem kunna lítið sem ekkert á Excel en vija læra hvað þetta verkfæri getur gert fyrir það í daglegu starfi og lífi.


Betra er ef þátttakendur hafi grundvallarþekkingu á Microsoft Office, en það er þó ekki krafa.


Praktísk atriði:

Þriggja vikna námskeið

Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00-15:00

Staðsetning: Húsnæði MSS, Krossmói 4A, 260, Reykjanesbæ


Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar veita Hrannar Baldursson (hrannar@mss.is) og Hólmfríður Karlsdóttir (holmfridur@mss.is) í síma 421-7500.

Verð: 49.000
Tímabil: 16. október - 1. nóvember

Sækja um
Byrjaðu með Excel