Léttu þér vinnuna með Excel

Bættu við Excel þekkingu þína


Þetta námskeið byggir á því sem þú kannt þegar í Excel og er ætlað að bæta við þekkingu þína, færni og skilvirkni. Á þessu námskeiði getur þú lært meira um gagnagreiningu, sjálfvirkni, tengingu við netið og umfram allt, komið með þínar eigin spurningar, sem kennarinn vinnur með þér.


Það sem þú lærir:

Bætir við þekkingu á formúlum, aðgerðum og aðferðum í Excel.

Bætir færni við að greina gögn, setja þær fram á myndrænan hátt og bæta eftir þörfum.

Búa til sjálfvirka vinnuferla með macros og öðrum lausnum sem Excel býður upp á.

Byggja upp nýja sýn á gögn með pivot-töflum og rýna þannig í upplýsingarnar.

Búa til gagnvirkt mælaborð sem getur tekið virkni úr öðrum Excel skjölum eða síðum.

Deila vinnubókum og vinna að verkefnum í samvinnu.


Kennsluaðferð

Þátttakendur læra á Excel með notkun. Dæmin eru úr veruleika atvinnulífsins, einfaldar leiðir til að auðvelda daginn. Kennari mun koma með sýnidæmi og þátttakendur endurtaka þau á eigin tölvu með virkri aðstoð samnemenda sinna og kennara. Þátttakendur eru hvattir til að spyrja spurninga og koma með ný verkefni handa hópnum til að skapa gott námsumhverfi.


Fyrir hverja:

Fólk úr atvinnulífinu sem hefur einhverja reynslu af Excel og vill læra meira.

Þátttakendur þurfa að hafa grundvallarþekkingu á Microsoft Office og Excel.

Við mælum með að taka fyrst námskeiðið: Byrjaðu með Excel.


Praktísk atriði:

Þriggja vikna námskeið

Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 13:00-15:00

Staðsetning: Húsnæði MSS, Krossmói 4A, 260, Reykjanesbæ


Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.


Nánari upplýsingar veita Hrannar Baldursson (hrannar@mss.is) og Hólmfríður Karlsdóttir (holmfridur@mss.is) í síma 421-7500

Verð: 49.000
Tímabil: 7. nóvember - 23. nóvember

Sækja um
Léttu þér vinnuna með Excel