Byrjaðu með Word

Byrjaðu með Word - Samband sem fær vinnuna til að blómstra


Í vinnuumhverfi nútímans eru skilvirk samskipti og ritvinnsla í fyrirrúmi. Þetta byrjendanámskeið í Microsoft Word er hannað til að styrkja þátttakendur með grundvallarþekkingu á hugbúnaðinum.


Það sem þú lærir:

Rata um viðmót Microsoft Word.

Búa til ný skjöl, skrifa og ritstýra skjölum.

Sníða skjölin til að setja þau upp á faglegan máta.

Nota síðuhausa, síðufætur og blaðsíðutöl.

Nota lista með tölum og táknum.

Búa til töflur og vinna með þær.

Setja inn myndir og sníða þær.

Deila skjölum með öðrum.


Kennsluaðferð

Þátttakendur læra á Word með raundæmum úr atvinnulífinu. Sett verða upp æfingar til að þjálfa þátttakendur í virkri notkun á þeim þáttum sem kenndir verða. Þátttakendur eru hvattir til að spyrja spurninga til að skapa skemmtilegt og gott námsumhverfi.


Fyrir hverja:

Fyrir þá sem kunna lítið sem ekkert í Word en vilja læra meira.


Betra er ef þátttakendur hafi grundvallarþekkingu á Microsoft Office, en það er þó ekki krafa.


Praktísk atriði:

Þriggja vikna námskeið

Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00-15:00

Staðsetning: Húsnæði MSS, Krossmói 4A, 260, Reykjanesbæ


Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.


Nánari upplýsingar veita Hrannar Baldursson (hrannar@mss.is) og Hólmfríður Karlsdóttir (holmfridur@mss.is) í síma 421-7500

Verð: 49.000
Tímabil: 17. október - 2. nóvember

Sækja um
Byrjaðu með Word