Léttu þér vinnuna með Word

Léttu þér vinnuna með Word - Bættu við Word þekkingu þína

 

Bættu þig í Word á þessu framhaldsnámskeiði. Þetta námskeið er hannað fyrir þá sem kunna þegar á grundvallaratriðin í Word og byggir á þeirri kunnáttu. Á þessu námskeiði getur þú lært meira um sniðmátsvinnu, sjálfvirkni, lesham, samvinnu og fleira.


Það sem þú lærir:

Nota þróuð snið, stíla og þemu.

Vinna með stór skjöl og flókið skipulag.

Nota sjálfvirkar aðgerðir og sérsníðar flýtileiðir.

Nota háþróuð ritstjórnarverkfæri til að vinna í texta með öðrum.

Þjálfa þig í að koma faglegu efni frá þér í rituðu máli.

 

Kennsluaðferð

Þátttakendur læra á Word með því að nota forritið. Verkefni og dæmi eru úr atvinnulífinu sem krefjast þess að þátttakendur vinni góðar lausnir með notkun hugbúnaðarins. Leiðbeinandi mun veita sérfræðiráðgjöf, svara spurningum og stuðla að virku og góðu námsumhverfi.

 

Fyrir hverja:

Fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af Word og vilja læra meira.


Þátttakendur þurfa að hafa grundvallarþekkingu á Microsoft Office og Word.


Við mælum með að taka fyrst námskeiðið: ‚Byrjaðu með Word‘.


Praktísk atriði:

Þriggja vikna námskeið

Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 13:00-15:00

Staðsetning: Húsnæði MSS, Krossmói 4A, 260, Reykjanesbæ


Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.


Nánari upplýsingar veita Hrannar Baldursson (hrannar@mss.is) og Hólmfríður Karlsdóttir (holmfridur@mss.is) í síma 421-7500

Verð: 49.000
Tímabil: 6. nóvember - 22. nóvember

Sækja um
Léttu þér vinnuna með Word