Verkefnastjórnun II - Verkefnastjórnun og samskiptatól
Marmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum vinsæl samskipta- og verkefnastjórnunartól til að einfalda samskipti og ná betri yfirsýn a framvindu verkþátta. Hvernig nýta megi slík tól til að draga úr vinnusóun og skilvirkari samfellu þegar breytingar eða flutningur verða á umsjón verkefna. Auk þess verður fjallað um áhrifaríkar leiðir breytingastjórnunar sem stutt geta við samstöðu og samstillingu meðal allra hagsmunaaðila.
Námskeiðið miðar að því að þátttakendur:
Kynnist þeim þáttum sem stuðla að markvissri og skilvirkri verkefnastjórnun.
Kynnist uppbyggingu áætlunar, framvindu og loki verkefna.
Kynnist vinsælum verkefnastjórnuntólum líkt og Asana, Trello, Monday og Microsoft Project.
Leiðbeinandi:
Erna María Jensdóttir
Erna María er sjálfsætt starfandi ferla- og þjónusturáðgjafi á sviði greininga og breytingastjórnunar. Hún er með grunnmenntun í mannfræði og framhaldsmenntun í nýsköpun og viðskiptaþróun frá HÍ. Hún er sérhæfð í nýtingu ólíkra greiningarlíkana til að draga úr óvissuþáttum og skapa skýrari samkeppnishæfni út frá auknum þjónustugæðum og tæknivæðingu. Erna María hefur þónokkra reynslu af krísu- og verkefnastjórnun ásamt umbótastarfi sem snýr að samskiptavanda og upplýsingamiðlun.
Kennslufyrirkomulag:
Kennsla mun fara fram í húsnæði MSS í Krossmóa á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá 13:00 - 15:00.
Kennarinn verður með blöndu af verkefnum/æfingum bæði í hópum og með einstaklingum þar sem þátttakendur prófa greiningartólin.
Einnig verða fyrirlestrar og kynningar um efnið.
Nánari upplýsingar:
Hrannar í síma 421-7500 eða hrannar@mss.is
Verð: 29.000
Tímabil: 17. október - 2. nóvember
