Microsoft Office fyrir algjöra byrjendur

Þetta námskeið er hannað til að kynna þér Microsoft Office og til að þú getir tekið þessi forrit í daglega notkun.

 

Markmið námskeiðsins:

Í lok þessa námskeiðs hefur þú öðlast færni og sjálfstraust til að nota Microsoft Office forrit á skilvirkan hátt. Þú getur búið til Word skjöl, Excel töflureikna, PowerPoint kynningar og stjórnað tölvupósti með Microsoft Outlook.

 

·      Microsoft Word

·      Microsoft Excel

·      Microsoft PowerPoint

·      Microsoft Outlook

·      Vistun og skipulag

·      Samvinna á netinu

 

Hverjir ættu að skrá sig:

Þetta námskeið er sérsniðið fyrir algjöra byrjendur með litla sem enga fyrri reynslu af Microsoft Office. Mælt er með grunntölvufærni, eins og að nota lyklaborð og mús.

 

Fyrirkomulag:

Kennsla fer fram í húsnæði MSS mánudaga og miðvikudagafrá kl. 17:00-19:00 í 4 vikur.

 

Styrkir vegna námskeiðsgjalda:

Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda í fræðslusjóð stéttarfélaga.

 

Frekari upplýsingar:

Hrannar (hrannar@mss.is) og Hólmfríður (holmfridur@mss.is) / sími 421-7500

Verð: 39.000
Tímabil: 2. október - 25. október

Sækja um
Microsoft Office fyrir algjöra byrjendur