Umönnunarnám og íslenska - seinni hluti
Fagnám fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustu, þátttakendur þurfa að hafa lokið Umönnunarnám og íslenska - fyrri hluti.
Fyrir hverja
Námið er ætlað þeim sem vinna eða stefna á að vinna við umönnun og hafa bakgrunn og/eða menntun sem nýtist þeim í starfi en vantar betri íslensku kunnáttu.
Markmið
Tilgangur námsins er að auðvelda námsmönnum að takast á við verkefni sem þeim eru falin í starfi, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni og stuðla að jákvæðu viðhorfi og skilningi til fagsins eða efla til áframhaldandi náms. Kenndar eru helstu aðferðir við góða umönnun hvort sem það er í félags- eða heilbrigðisþjónustu ásamt því að skapa það málumhverfi sem tilheyrir faginu.
Staðsetning náms
Kennt í MSS og hjá samtarfsaðilum sem eru í samstarfi við MSS.
Kennsluaðferðir
Lögð er mikil áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir.
Námsmat
Verkefnavinna, vettvangsnám og virk þátttaka.
Lengd:
Alls 250 klst. Mögulegt er að meta námið til 10 eininga á framhaldsskólastigi (fagnám)
Tími:
20. nóvember til 14. desember 2023
Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Námið er styrkt af Vinnumálastofnun
Minnum á styrki starfsmenntasjóða stéttafélaganna
Nánari upplýsingar gefa Hrannar, Nanna Bára og Hólmfríður í síma 4217500 og í tölvupósti namskeid@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Verð: 137.700
Tímabil: 15. janúar - 22. mars
