Krakkajóga I
Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir, krakkajógakennari fer yfir grunnatriði í jóga fyrir káta krakka. Hugleiðsla, slökun, teygjur og vellíðan í algleymi og öll börn á aldrinum 6 – 10 ára hjartanlega velkomin. Námskeiðið stendur yfir í eina klukkustund. Gott er ef börnin mæta í íþróttafötum eða öðrum þægilegum klæðnaði. Dýnur á staðnum og hugljúf tónlist.
Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Dagsetning: 23. nóvember kl. 10:30 til 11:30.
Leiðbeinandi: Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir, krakkajógakennari og sérfræðingur í stoðþjónustu.
Verð: 500 krónur og skráning nauðsynleg.
Verð: 500