Leikskólasmiðja og íslenska - Kvöldhópur
Fyrir hverja
Námið er ætlað þeim sem vilja vinna á leikskólum en hafa ekki næga leikni í íslensku.
Skilyrði fyrir inngöngu er hreint sakavottorð frá heimalandi og grunnur í íslensku sem samsvarar íslensku 1.
Markmið
Efla þátttakendur í íslensku með áherslu á störf með börnum
Auka hæfni til að takast á við starf með börnum
Ýmsar vinnustofur þar sem lögð er áhersla á verklegt nám
Starfsþjálfun á leikskóla
Kennslustaðir
Kennt í MSS og leikskólum sem eru í samstarfi við MSS.
Námsmat
Verkefnavinna og virk þátttaka.
Lengd
Alls 120 klukkustundir og 80 klst starfstengd íslenska.
Tími
Hefst 2. október og stendur til 19. desember.
Miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 17:00 - 20:30 og annan hvern laugardag frá 09:00-14:00.
Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Námið er styrkt af Vinnumálastofnun
Minnum á styrki starfsmenntasjóða stéttafélaganna
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar gefa Nanna Bára og Díana í síma 421 7500 og í tölvupósti nanna@mss.is og diana@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Verð: 97.700
Tímabil: 2. október - 19. desember