Örmagna heilbrigðisstarfsfólk
Á námskeiðinu verður fjallað um streitustjórnun og sjálfsumönnun í starfsumhverfi sjúkrunarstofnana.
Álag í starfi og einkalífi er óhjákvæmilegt, en hvernig við höndlum það ræðst að miklu leyti af persónuleika, hugarfari og viðhorfum. Margir eiga erfitt með að setja mörk og bæta stöðugt á sig verkefnum, sem getur leitt til streitu og kulnunar.
Markmið námskeiðsins er að veita starfsfólki verkfæri til að draga úr álagi og bæta eigin líðan.
Fjallað verður um:
- Meðvitund um streituviðbrögð og þolmörk.
- Aðferðir til að setja skýr mörk í starfi og einkalífi.
- Mikilvægi sjálfsumönnunar til að viðhalda starfsgetu og vellíðan.
Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, einstaklingsverkefnum og umræðum. Þátttakendur fá tækifæri til að spegla sig í öðrum og læra leiðir til að ná betra jafnvægi í lífi og starfi.
Kennslufyrirkomulag:
Námskeiðið fer fram í húsnæði MSS – Krossmóa 4a 3.hæð, dagana 18. og 19. Nóvember 2025 frá kl. 17:00-20:00.
100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Námskeiðið gefur 10 punkta fyrir sjúkraliða.
Leiðbeinandi:
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir M.S. félags- og vinnusálfræði. Framkvæmdastjóri & ráðgjafi hjá Hugarheimur ehf, www.hugarheimur.is.
Nánari upplýsingar veita:
Hólmfríður og Linda í síma 421-7500 eða á netfangið namskeið@mss.is
Verð: 33.500
Tímabil: 18. nóvember - 19. nóvember
