Líf í betra jafnvægi
Langar þig að staldra aðeins við, skoða þig sjálfa og finna betra jafnvægi í lífinu?
Þetta námskeið er hannað fyrir konur sem vilja styrkja sig, efla innsæið og tengjast sjálfri sér á dýpri hátt.
Um námskeiðið
Námskeiðið er 4 vikna netnámskeið og fer fram á Teams einu sinni í viku – á fimmtudögum kl. 18 – 21.
Fræðslan fer fram í formi fyrirlestra þar sem kennari miðlar fróðleik og kveikjum að verkefnum og umræðum. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir nýta sjálfan sig sem hluta af námsefninu – skoða, ígrunda og spegla eigin upplifanir, reynslu og innsæi.
Hver kennslustund er hugsuð sem gæðastund þar sem konur hittast, fá fræðslu um ákveðið viðfangsefni og umræðuvettvang þar sem þær geta miðlað, speglað og lært hver af annarri.
Það er undir hverri og einni komið hvað hún fær út úr námskeiðinu. Við erum allar á mismunandi stað í lífinu, en hver og ein ætti að geta aðlagað áherslur út frá sjálfri sér.
Á milli kennslustunda gefst nemendum tækifæri til að melta, greina og skoða sjálfa sig í ljósi hvers umræðuefnis.
🌺 Dagskrá námskeiðsins
Vika 1: Að skoða sjálfa sig utan frá – hver er ég og hvernig er ég?
Vika 2: Að vinna með hugsanamynstur – jákvætt sjálfstal og tilfinningalæsi.
Vika 3: Að skoða styrkleika og uppruna – hverjir eru mínir lífsins kennarar?
Vika 4: Að skoða gildi, núvitund, hugleiðslur, bækur og podcöst.
Þú færð:
- Fræðslu, verkfæri og verkefni til sjálfsræktar
- Rými til að ígrunda, melta og efla innsæið
- Tækifæri til að tengjast öðrum konum á svipaðri vegferð
- Tækifæri til að tengjast þér á dýpri hátt
- Aðgang að lokuðum facebook-hóp þar sem hægt verður að miðla fróðleik, umræðum og spurningum
Aðeins eru 4 pláss eftir en hámarksfjöldi er 12 manns.
Verð: kr. 27.000
Kennari: Þórunn Svava Róbertsdóttir, þroskaþjálfi og kennari.
Verð: 27.000
Tímabil: 6. nóvember - 27. nóvember