Uppskrift að glimrandi geðheilsu


Ragga Nagli (Ragnhildur Þórðardóttir) er menntaður sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og einkaþjálfari. Hún er vinsæll fyrirlesari sem hefur haldið fjölda innblásinna fyrirlestra um heilsu, sjálfstraust og jákvætt hugarfar. Ragga er þekkt fyrir kraftmikinn og húmorískan stíl sem hvetur fólk til að standa með sjálfu sér. Við erum heppin að fá hana til okkar.


Uppskrift að glimrandi geðheilsu

Hvernig getum við með einföldum heilsuvenjum aukið gleði, minnkað streitu og kvíða og styrkt okkur andlega og líkamlega?

Ragga fer yfir:

  • Svefn, hreyfingu og styrk
  • Mataræði og bætiefni
  • Göngur og hugarfar
  • Lífeðlisleg og sálfræðileg áhrif þessara venja

Þetta er fyrirlestur sem gefur innsýn í hvernig þú getur dúndrað upp gleði og jákvæðni í daglegu lífi!

Dagsetning: 5. febrúar kl. 17:00–18:00



Verð: 8.000

Sækja um
Uppskrift að glimrandi geðheilsu