Bestar á breytó
Ragga Nagli (Ragnhildur Þórðardóttir) er menntaður sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og einkaþjálfari. Hún er vinsæll fyrirlesari sem hefur haldið fjölda innblásinna fyrirlestra um heilsu, sjálfstraust og jákvætt hugarfar. Ragga er þekkt fyrir kraftmikinn og húmorískan stíl sem hvetur fólk til að standa með sjálfu sér. Við erum heppin að fá hana til okkar!
Fyrirlestur fyrir konur á breytingaskeiði
Komdu og fáðu hagnýta fræðslu og innblástur um hvernig þú getur tekist á við nýjan kafla lífsins með sjálfstrausti og vellíðan.
Í fyrirlestrinum lærir þú:
- Hvaða leikreglur gilda um líkamann á breytingaskeiði
- Hvernig þú styrkir þig andlega og líkamlega
- Ráð til að lifa lífinu í betra jafnvægi
Dagsetning: 3. febrúar kl. 17:00–18:00
Verð: 8.000