Viðspyrna - Aðlögun og uppbygging eftir veikindi

Lýsing:

Námskeið um skilning og stuðning við einstaklinga með langvinn veikindi. Námskeiðið er ætlað starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu

sem vinnur með einstaklingum sem glíma við langvinn veikindi eða heilsufarsbresti.


Markmið:

Efla skilning á sálfélagslegum þáttum veikinda og styðja fagfólk í því að mæta skjólstæðingum af samkennd, fagmennsku og raunhæfri hvatningu.


Námskeiðið byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og ACT – samþykkis- og skuldbindingarmeðferðar, þar sem áhersla er á samskipti, tilfinningalegan skilning og fagleg mörk í starfi. Námskeiðið byggir á reynslu leiðbeinanda sem sálfræðingur við Hjarta- og verkjasvið Landspítalans og á Reykjalundi, þar sem hann hefur unnið með einstaklingum í endurhæfingu vegna margs konar

líkamlegra veikinda.


Á námskeiðinu verður fjallað um:

• Hvernig langvinn veikindi geta haft áhrif á líðan, sjálfsmynd og samskipti

skjólstæðinga.

• Hvernig starfsfólk getur brugðist við tilfinningaviðbrögðum eins og sorg, vonleysi og

kvíða á uppbyggilegan hátt.

• Hagnýtar leiðir til að efla samskipti, virka hlustun og raunhæfa hvatningu.

• Fagleg mörk, sjálfsumhyggja og sjálfsvernd í krefjandi starfi.

• Aðferðir HAM og ACT sem nýtast í daglegum samskiptum og stuðningi.


Fyrirkomulag:

• Þrjú skipti, 16., 23. febrúar og 2.mars frá kl. 17:00 - 20:00.


Leiðbeinandi:

Torfi Már Jónsson, sálfræðingur, starfar í Geðheilsuteymi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,

sinnir rannsóknarstörfum á Hjartadeild Landspítala og vinnur jafnframt á Muni sálfræðistofu,

þar sem hann sinnir ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga í starfsendurhæfingu.

Hann hefur einnig starfað á hjarta- og verkjasviði Landspítala og hjarta- og lungnasviði

Reykjalundar, og nýtir aðferðir úr HAM og ACT til að styðja fólk við að aðlagast breyttum

lífsgæðum, efla seiglu og finna jafnvægi eftir veikindi.


Punktar fyrir sjúkraliða: 10 punktar fyrir 9 klst námskeið


Nánari upplýsingar veita:

Jóhanna María og Hólmfríður - namskeid@mss.is - sími 421-7500

Verð: 32.500
Tímabil: 2. febrúar - 2. mars

Sækja um
Viðspyrna - Aðlögun og uppbygging eftir veikindi