Tæknilæsi og tölvufærni - Fjarnám

Tæknilæsi og tölvufærni – Undirstaða í stafrænu samfélagi


Námskeiðið er hannað til að efla tæknilæsi og tölvufærni þátttakenda, með það að leiðarljósi að styrkja hæfni þeirra í nútíma vinnuumhverfi. Við lifum á tímum hraðra tæknibreytinga og stafrænnar þróunar – þetta nám hjálpar þér að fylgja þeim eftir og nýta tækifærin sem felast í nýrri tækni.


Námið fer fram í fjarkennslu - TEAMS

Þátttakendur geta fegnið aðstoð við að setja upp TEAMS og skrá inn á kennslusvæðið.


Þú munt læra að:

Takast á við tækniframfarir og breytingar í atvinnulífinu með sjálfstrausti.

Skilja grunnþætti stafræns umhverfis og tileinka þér grunnhæfni í stafrænu vinnuumhverfi samtímans.

Nýta upplýsingatækni og stafrænar lausnir til að bæta vinnuumhverfi þitt með einföldum og áhrifaríkum aðgerðum.

Styrkja stöðu þína á vinnumarkaði og opna dyr að fjölbreyttari störfum.

 

Námsþættir:

Fjarvinna og fjarnám – Tækni og verkfæri sem gera þér kleift að vinna og læra hvar sem er.

Sjálfvirkni og gervigreind – Hvernig nýta má sjálfvirkni og gervigreind til að spara tíma og auka skilvirkni.

Skýjalausnir – Öryggi, samvinna og sveigjanleiki í skýinu.

Stýrikerfi – Grunnþekking á stýrikerfum og uppsetningu þeirra.

Tæknifærni og tæknilæsi – Hagnýt færni til að skilja og nýta tæknina í daglegu starfi.

Öryggisvitund – Verndun gagna og öryggi í stafrænu umhverfi.

 

Kennsluhættir og námsmat:

Engin lokapróf – áhersla á verkefnavinnu, mætingu og virka þátttöku.

Kennslan er lifandi og hagnýt, með raunverulegum dæmum úr vinnuumhverfi.

Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

 

Hentar öllum sem vilja styrkja stafræna hæfni sína, fylgja tæknibreytingum og auka samkeppnishæfni á vinnumarkaði.


Nánari upplýsingar: Hólmfríður í síma 4217500 - holmfridur@mss.is     

Minnum á styrki starfsmenntajóða stéttafélagana.

Verð: 20.700
Tímabil: 19. janúar - 5. febrúar

Sækja um
Tæknilæsi og tölvufærni - Fjarnám