Jafnvægi og vellíðan í lífi og starfi
Jafnvægi og vellíðan í lífi og starfi
Viltu finna meira jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi? Á þessu námskeiði lærir þú hagnýtar aðferðir til að hlúa bæði að líkama og huga með réttri líkamsbeitingu, orkusparandi aðferðum og streitustjórnun. Við förum yfir hvernig þú getur forðast óþarfa álag, aukið orku og skapað betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Á námskeiðinu lærir þú að:
✔ Beita líkamanum rétt til að forðast álag og meiðsli
✔ Nota orkusparandi aðferðir til að auka úthald og vellíðan
✔ Finna og viðhalda jafnvægi í daglegu lífi
✔ Skilja hlutverk, venjur og áhrif streitu á líðan og heilsu