Lagasmiðja

Lagasmiðjur eru tónlistarverkefni sérsniðin að starfsemi starfsendurhæfinga á Íslandi, sem þróað hefur verið í samstarfi við MSS Samvinnu á Suðurnesjum, Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar og Starfsendurhæfingu Vesturlands.

Þáttakendur hittast dag hvern í þriggja daga lotum og semja saman tónlist. Þátttakendur þurfa ekki að hafa nokkurn bakgrunn í hljóðfæraleik, söng eða annarri tónlistariðkun áður en þeir hefja leik, en leiðbeinendur stýra ferlum sem gera öllum kleift að taka þátt. Lagasmiðjur eru áhrifarík, skemmtileg og valdeflandi ferli, þar sem skjólstæðingum er gert kleift að víkka þægindarammann í öruggu umhverfi.

Námskeiðið er 3 daga námskeið

Til baka