Mín leið til starfs: endurhæfingaferlið
Hvað felst í endurhæfingu – og hver ber ábyrgðina?
Á þessu námskeiði er lögð rík áhersla á að efla frumkvæði og ábyrgð einstaklingsins í eigin endurhæfingarferli. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skýrari sýn á eigin stöðu, möguleika og næstu skref á leið sinni til aukinnar virkni, starfs eða náms.
Námskeiðið veitir hagnýta og aðgengilega fræðslu um helstu stoðir starfsendurhæfingar og þau kerfi sem koma að ferlinu. Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á almennum réttindum og skyldu og fá þannig betri yfirsýn yfir þær kröfur sem þarf að uppfylla og þá þjónustu sem hægt er að nýta sér. Farið er yfir meðal annars hvað starfsendurhæfing sé og hverjir koma að ferlinu. Muninn á þjónustu VIRK, Samvinnu starfsendurhæfingu, Tryggingastofnunar o.fl. Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá stuðning í endurhæfingu og marg fleira. Námskeiðið hentar öllum eintaklingum í starfsendurhæfingu, á sama hvaða stigi þau eru á sínum endurhæfingaferli.
Námskeiðið er kennt reglulega yfir árið
Leiðbeinendur eru reyndir ráðgjafar Samvinnu starfsendurhæfingar.