Mín rödd, minn styrkur

Námskeið í tjáningu. Flestir vilja koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og eftirtektarverðan hátt. Góð tjáning er lykill að sjálfsöryggi, velgengni og vellíðan – bæði í starfi og daglegu lífi. Mörgum finnst hins vegar óþægilegt að tala fyrir framan hóp, hvort sem það er í afmæli, á fundum, ráðstefnum eða starfsmannasamkomum. Sum störf krefjast reglulegrar framsagnar, jafnvel oftar en viðkomandi líður vel með.

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að tjá sig af öryggi, ná betri tengingu við áheyrendur og yfirstíga óöryggi við að tala fyrir framan hóp. Læra að koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og eftirtektarverðan hátt.

Námskeiðið er 18 kennslustundir.

Til baka