Vaxandi vegferð - starfsfræðsla
Námskeiðið byggist að mestu upp á því að þátttakendur vinni verkefni sem miða að því að skoða sjálft sig og efla þannig færni á vinnumarkaði. Farið er í ferilskrá, undirbúning fyrir atvinnuviðtal, raungert atvinnuviðtal og ýmis verkefni til að koma auga á færni/styrkleika. Þátttakendur fá einnig undirbúning fyrir vinnuprufu á vinnumarkaði og farið er í vinnustaðaheimsóknir.
Samstarf við fyrirtæki á Suðurnesjum hefur verið til fyrirmyndar og er sífellt að aukast sem leiðir af sér frekari tækifæri. Flest fyrirtæki upplifa vinnutengdar heimsóknir sem samfélagslega ábyrgð og sem hluta af þeirra starfi. Leitast er við að hafa heimsóknirnar sem fjölbreyttastar og tilgangurinn er að kynna og sýna þátttakendum úrval starfa á svæðinu.
Námskeiðið er kennt reglulega yfir allt árið