Fíkniráðgjöf
Þátttakendum stendur til boða að sækja viðtöl hjá fíkniráðgjafa, þar sem unnið er með þætti sem tengjast vímuefnum, áfengisnotkun, lyfjamisnotkun eða öðrum ávana- og fíknivanda.
Viðtölin fara fram í trúnaði og eru miðuð að þörfum hvers og eins. Markmiðið er að skapa öruggt rými þar sem þátttakandi getur fengið stuðning, unnið með eigin aðstæður og fengið fræðslu og hvatningu til jákvæðra breytinga.
Batanámskeið
Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu á batanámskeiðinu og er þátttakendum skipt í karla og kvenna hópa. Fræðsla er í fyrirlestraformi fyrir allan hópinn saman og síðan unnið í kynjaskiptum hópum eftir fræðsluna.
Farið er yfir meðvirkni, kvíða, fíkn, reiði, sorg, skömm, samskipti, bata, batakerfi og áföll svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að nota heildræna nálgun, eins og að halda í tengsl við félagslega þætti, fjölskyldu aðstæður, tilfinningalegt ástand sem og líkamlega heilsu, samskipti og tengsl.
Námskeiðið er 18 kennslustundir.