Sálfræðiþjónusta

Boðið er upp á sálfræðimeðferð fyrir þátttakendur sem eiga við andlega vanlíðan sem oft er fylgifiskur langvinnra veikinda, slysa og atvinnumissis og getur haft hamlandi áhrif á þátttöku hans á vinnumarkaði. Ástæður komu til sálfræðings geta verið mjög mismunandi, til dæmis tilfinningaleg vandamál eins og þunglyndi og kvíði, streita eða áföll, reiðivandamál, tilfinningasveiflur eða erfiðleikar í samskiptum.

Sálfræðimeðferðir eru mjög ólíkar eftir meðferðaraðilum. Sálfræðingar styðjast við ólíkar kenningar og aðferðir og er hver meðferð miðuð sérstaklega að viðkomandi einstaklingi og hans vanda. Markmiðið er ávallt að styðja þátttakendur í að ráða bug á sínum vanda og leiða þá til sjálfshjálpar. Samvinna er í samstarfi við ýmsa sálfræðinga bæði hér á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.


Hugræn atferlismeðferð (HAM)
Námskeiðið er byggt upp út frá hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi og er 18 kennslustundir. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og einstaklingsverkefnum undir handleiðslu sálfræðinga. Meðal annars er farið yfir tengsl hugsana og tilfinninga, helstu kvíðaraskanir, áhrif virkni á líðan, þróun grunnviðhorfa og hvernig takast má á við óttann á kerfisbundinn hátt.


Félagskvíðanámskeið 1
Námskeiðið miðar að því að unnið sé markvisst að því að draga úr kvíða í félagslegum aðstæðum og efla öryggi í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Námskeiðið er 24 kennslustundir. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, einstaklingsverkefnum og hópverkefnum. Meðal annars er farið yfir einkenni félagskvíða, hvernig félagsfælni kemur fram, áhrif athygli á félagskvíða og áhrif öryggisráðstafana. Farið er yfir leiðir til að takast á við óttann með því að gera æfingar á námskeiðinu.


Félagskvíðanámskeið 2
Námskeiðið er framhald af félagskvíðanámskeiði 1 þar sem unnið er áfram með að draga úr kvíða í félagslegum aðstæðum og efla öryggi í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Námskeiðið er 24 kennslustundir og byggist á fyrirlestrum, einstaklingsverkefnum og hópverkefnum. Meðal annars er farið yfir hvernig má efla sjálfstraust, kjarnaviðhorf, lífsreglur og viðbrögð. Gerðar verða æfingar til að takast á við óttann bæði inni í kennslustofunni og utan hennar.

Núvitund í daglegu lífi
Á námskeiðinu er farið yfir hagnýtar aðferðir núvitundar sem nýtast í daglegu lífi. Stuttar hugleiðsluæfingar eru gerðar í tímum og hvatt til æfinga heima sem geta dregið úr streitu og bætt líðan. Námskeiðið er 12 kennslustundir.


Fræðsla
Samvinna hefur fengið til liðs við sig ýmsa sálfræðinga sem hafa boðið upp á fyrirlestra tengda sínu sérsviði. Til dæmis um þunglyndi, kvíða, svefn, áföll, lágt sjálfsmat, streitu o.fl.

Til baka