25. janúar 2021

Erasmus+ Concept note

Erasmus+ Concept note

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum tekur þátt í verkefni með samstarfsfélögum frá Ítalíu, Þýskalandi, Rúmeníu og Spáni. Verkefnið fer fram 2020-2023

Verkefnið miðast að því skoða þarfir innflytjenda með litla eða enga tungumálakunnáttu fyrir utan móðurmál sitt, varðandi starfsþjálfun.

Fundin verða dæmi um góðar starfsaðferðir í hverju landi fyrir sig og valið úr þeim bestu dæmin. Jafnframt verða stofnaðir rýnihópar og niðurstöður þeirra greindar til að fá fram fræðilega þekkingu til að byggja starfsfræðsluna á. Unnin verða myndbönd sem verða öllum opin til að styðja við starfsþjálfun í nokkrum atvinnugreinum þar sem algengast er að markhópurinn fari til vinnu.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess https://ip4j.eu/ eða fésbókarsíðu þess https://www.facebook.com/ip4j.eu

Til baka í erlend verkefni