1. apríl 2015

GOAL

GOAL

Goal (Guidance and Orientation for Adult Learners) er 36 mánaða verkefni stýrt frá Belgíu. Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins stýrir verkefninu á Íslandi en MSS ásamt Mími símenntun eru framkvæmdaraðilar. Verkefnið snýr að því að þróa ráðgjöf fyrir fullorðna námsmenn í gegnum alþjóðlegt samstarf. Meginþættir verkefnisins snúa að því að koma á og þróa tengslanet milli hagsmunaaðila/stofnana eða bæta það sem fyrir er ásamt því að skilgreina árangursríkar leiðir til að virkja markhópinn. Unnið verður að því að þróa sérstakar aðferðir eða tæki fyrir þjónustu náms- og starfsráðgjafar sem beinist helst að þeim sem sækja síður í nám.

Verkefnið hófst í febrúar 2015. 

Til baka í erlend verkefni