Gunnrún Theodórsdóttir

Ráðgjafi hjá Samvinnu

Ef þig vantar ráðgjöf varðandi starfsendurhæfingu þá er Gunnrún með svörin. Gunnrún er félagsráðgjafi að mennt.  Gunnrún er lausnamiðuð og úrræðagóð sem eru góðir kostir þegar kemur að því að aðstoða einstaklinga við að finna styrkleika þína. Gunnrún sérhæfir sig í ráðgjöf, stuðningi og eftirfylgd með þátttakendum Samvinnu starfsendurhæfinu.

Menntun: MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands

Gunnrún er hrútur sem gerir hana athafnasama, líflega og stundum aðeins of hreinskilna. Hún er fljót að framkvæma það sem hún ætlar sér og er illa við að þurfa bíða mikið. Gunnrún er líka sjálfstæð, uppátækjasöm og nýtur sín best með fjölskyldunni sinni og góðum vinum.

Gunnrún hefur það að leiðarljósi að lífið er núna njótum okkar meðan við höfum tækifæri til þess. Hún lifir fyrir daginn í dag, horfir fram á veginn og veltir sér sjaldan upp úr vandamálum til langframa. Lífið býður alltaf upp á ný tækifæri, nýjar áskoranir og ný verkefni til að keppa að.

Til baka

Gunnrún Theodórsdóttir
Gunnrún Theodórsdóttir
Ráðgjafi hjá Samvinnu

Netfang:
gunnrun@mss.is

Sími:
421-7500 / 412-5961