16. ágúst 2013
Leikskólabrú hefst 2. september
Þann 2. september hefst kennsla á Leikskólabrú hjá M.S.S. Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:30 til 20:30.
Námið hentar fyrir þá sem:
· eru 22ja ára og eldri
· hafa að baki a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og starfa við uppeldi og umönnun barna í leikskólum
· hafa lokið starfstengdum námskeiðum, samtals 230 kennslustundum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila.
Hyggist starfsmenn halda áfram námi á öðrum námsbrautum að lokinni brautskráningu af Leikskólabrú geta þeir búist við að þurfa að uppfylla kröfur um nám í almennum greinum.
Nánari upplýsingar er að finna hjá Særúnu Rósu Ástþórsdóttur, verkefnastjóra hjá MSS. Sími 412-5952 / 421-7500, netfang: saerun@mss.is
Skráning fer einnig fram á: www.mss.is
