16. maí 2025

Leikskólaheimsóknir – Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Leikskólaheimsóknir  – Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Við hjá MSS erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri síðustu vikur til að heimsækja nær alla leikskóla á Suðurnesjum. Það er alltaf dýrmætt að koma inn í þennan kraftmikla og skapandi heim þar sem framtíðin leikur sér og nemur.

Við berum mikla virðingu fyrir því ómetanlega starfi sem á sér stað innan veggja leikskólanna – þar sem fagmennska og hlýja mótar næstu kynslóðir. Markmið heimsóknanna er að kynna nám í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú fyrir ófaglært starfsfólk – námsleið sem hefur verið í hléi síðustu ár en fer nú aftur af stað hjá okkur í haust.

Símenntunarstöðvar gegna mikilvægu hlutverki í að styðja við sí- og endurmenntun og aðstoða fólk við að vaxa og aðlagast síbreytilegu samfélagi og vinnumarkaði, í heimsóknum okkar höfum við einnig kynnt möguleikann á raunfærnimati fyrir ófaglært starfsfólk – þar sem fólk getur fengið reynslu og þekkingu metna og þannig stytt sér leið að formlegri menntun. Það  er mikilvægt að fá tækifæri til að fá þekkingu sína metna.

Við höfum fundið mikinn áhuga og vilja meðal starfsfólks til að efla sig faglega, það gleður okkur að sjá hversu vel hefur verið tekið í þessa námsleið – sem endurspeglast ekki síst í fjölda umsókna sem þegar hafa borist.

Við viljum þakka fyrir hlýjar og góðar mótttökur á leikskólum svæðisins og hlökkum til að taka á móti frábærum nemendahópi í haust!

Nánari upplýsingar um námsleiðina má finna hér:
Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrúin hjá MSS

 

 

 

 

Til baka í fréttir