Menntastoðir

Menntastoðir er undirbúningsnám ætlað einstaklingum sem vilja komast aftur inn í formlega menntun. Námið veitir þátttakendum þá grunnfærni sem þarf til að takast á við nám á frumgreinadeild háskóla, s.s. hjá Keili, Bifröst og HR. Einnig er mögulegt að fá metinn hluta af bóklegum greinum í iðnnámi.

Lokamarkmiðið er að nemendur uppfylli viðmið á þrepi tvö og geti hafið nám í frekara skólastigi. 

Menntastoðir miða að því að styrkja nemendur á fjölmörgum sviðum og þeir:

  • læra að þekkja eigin námsstíl og finna hentugar leiðir til náms,

  • efla sjálfstraust og jákvætt viðhorf til áframhaldandi náms,

  • bæta samskiptafærni og sjálfstæði,

  • læra að vinna skipulega, afla og miðla upplýsingum með fjölbreyttum hætti.

Menntastoðir staðnám tekur rúma fjóra mánuði og telur til allt að 60 eininga.

Kennsla á sér stað virka daga frá klukkan 08:30 – 15:30 nema á föstudögum til 12:10 í húsnæði MSS

https://www.mss.is/nam/namskeid-og-namsbrautir/23015

Til baka