26. júní 2024
Job Ready - Nýtt Erasmus+ verkefni

Hér má lesa um Erasmus+ verkefni sem MSS tekur þátt í en það ber heitið Job Ready.
26.06.2024
Verkefnið snýr að því að efla sjálfseflingu og hæfni fólks fyrir störf í ferðaþjónustu. Unnið er að því að útbúa námsefni og þjálfunarpakka fyrir starfsþjálfun inn í ferðaþjónustufyrirtækjum. Það eru Ísland, Kýpur og Austurríki sem vinna saman að þessu verkefni. Við erum afar stolt af því að taka þátt í þessu metnaðarfulla verkefni og hlökkum til að miðla áfram þeirri reynslu og þekkingu sem verkefnið mun bera með sér.
31.10.2025
Verkefninu er nú að ljúka en tilraunakennslu og starfsþjálfun heur farið fram í öllum þátttökulöndunum. Þar tóku alls 90 þátttakendur (30 í hverju landi) þátt.
Á Íslandi fór starfsþjálfunin fram í samstarfi við Bláa Lónið og Hótel Keflavík, og var samstarfið bæði lærdómsríkt og hvetjandi fyrir alla sem komu að því.
Verkefnið hefur einnig verið kynnt í þessum löndum, og niðurstöðurnar sýna að JobReady hefur skilað mjög góðum árangri og stuðlað að aukinni fagmennsku og sjálfstrausti í ferðaþjónustu.
Hér má lesa fréttabréfin fjögur sem hafa komið út í tenglum við verkefnið.